Grindavík upp í efstu deild eftir magnaða endurkomu

Grindavík fagnar sætinu í efstu deild.
Grindavík fagnar sætinu í efstu deild. mbl.is/Skúli

Grindavík komst í kvöld upp í efstu deild kvenna í körfubolta með 75:68-sigri á Njarðvík á útivelli í fimmta leik liðanna í úrslitum umspilsins. Grindavík vann einvígið 3:2 eftir að Njarðvík komst í 2:0. 

Afrekið hjá Grindavík er sérstaklega magnað í ljósi þess að Njarðvík tapaði aðeins einum leik í deildarkeppninni á leiktíðinni á meðan Grindavík tapaði fimm. 

Grindavík var með forskotið allan tímann í kvöld en munurinn varð mestur 15 stig. Janno Otto skoraði 23 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindavík og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir skoraði 17 stig og tók 10 fráköst. 

Chelsea Jennings skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Njarðvík og Hrefna Rafnsdóttir skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. 

Njarðvík - Grindavík 68:75

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 12. júní 2021.

Gangur leiksins:: 2:6, 9:9, 15:14, 16:20, 18:27, 23:33, 33:40, 40:45, 42:53, 44:59, 51:60, 53:62, 55:64, 63:66, 66:70, 68:75.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 25/12 fráköst/8 stolnir, Helena Rafnsdóttir 14/10 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 11, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3, Vilborg Jónsdóttir 1/7 stoðsendingar, Þuríður Birna Björnsdóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Janno Jaye Otto 23/14 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 17/10 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 14, Hulda Björk Ólafsdóttir 12/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 6/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 170

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert