Kölluðu inn menn í stað Beal og Love

JaVale McGee er stór og stæðilegur miðherji.
JaVale McGee er stór og stæðilegur miðherji. AFP

Gregg Popovich, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið þá Keldon Johnson og JaVale McGee í stað Bradley Beal og Kevin Love sem drógu sig úr leikmannahóp liðsins fyrir Ólympíuleikana í gær.

Beal smitaðist af kórónuveirunni og neyddist því til að draga sig úr hópnum og Love var ekki orðinn nægilega góður af kálfameiðslum sem voru að plaga hann stóran hluta síðasta tímabils í NBA.

Johnson er framherji á mála hjá San Antonio Spurs og McGee er miðherji sem leikur með Denver Nuggets.

Bandaríkin leika sinn fyrsta leik í A-riðlinum á Ólympíuleikunum í Tókýó gegn Frakklandi á sunnudaginn 25. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert