Tindastóll síðasta liðið í undanúrslit

Pétur Rúnar Birgisson átti góðan leik fyrir Tindastól.
Pétur Rúnar Birgisson átti góðan leik fyrir Tindastól. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll tryggði sér í kvöld síðasta sætið í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta með 84:67-sigri á Keflavík á heimavelli.

Staðan eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik var 41:37, Keflavík í vil. Tindastóll var hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann að lokum nokkuð öruggan sigur.

Javon Bess skoraði 20 stig fyrir Tindastól og þeir Taiwo Badmus og Pétur Rúnar Birgisson gerðu 15 stig hvor. Jaka Brodnik skoraði 21 fyrir Keflavík og Dominykas Milka 17.

Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum. 

mbl.is