Valur krækir í Íslandsmeistara

Callum Lawson í leik með Þór frá Þorlákshöfn á síðustu …
Callum Lawson í leik með Þór frá Þorlákshöfn á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Bandaríski framherjinn Callum Lawson hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Vals og mun leika með meistaraflokki karla á komandi tímabili.

Lawson, sem er 198 sentimetrar á hæð, var síðast á mála hjá Þór frá Þorlákshöfn þar sem hann lék frábærlega og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins í sumar.

Hann kom fyrst hingað til lands í janúar 2020 þegar hann samdi við Keflavík. Íslandsmótið var nokkrum mánuðum síðar blásið af það ár og samdi Lawson síðar á því ári við Þór.

Lawson kemur til landsins eftir helgina og mun þá hitta fyrir nýja liðsfélaga sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert