Njarðvík lagði KR í einvígi stórliðanna

Njarðvíkingurinn Mario Matasovic sækir að KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld.
Njarðvíkingurinn Mario Matasovic sækir að KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Þeir sem héldu að Njarðvíkingar myndu jafnvel sigla öldu laust í gegnum KR ættu að endurskoða þá spá sína nokkuð vel. Liðin mættust í kvöld í fyrstu rimmu sinni í úrslitakeppninni í ár.  Njarðvíkingar deildarmeistarar og KR enduðu veturinn í 8. sæti. Það var hinsvegar ekki að sjá þetta kvöldið.  Njarðvíkingar héldu þó út og sigruðu að lokum 99:90. 

Uppleggið hjá KR var nokkuð augljóst frá upphafi leiks. Þeir léku gríðarlega fasta vörn og gengu eins langt og dómarar leyfðu þetta kvöldið.  Njarðvíkingar hinsvegar klókir í sínum leik og stýrðu leiknum af megninu til. 

Sveiflurnar voru hinsvegar gríðarlegar og rétt þegar maður hélt að Njarðvíkingar væru að hrista gesti sína af sér almennilega tóku vesturbæjarmenn við sér og jöfnuðu leikinn og í þriðja leikhluta komust meira segja í forystu.  Meira segja þegar útlitið var helst til dökkt á loka sprettinum neituðu KR að gefast upp. 

En það var seiglan í Njarðvíkingum sem lokuðu þessu í kvöld og kræktu í þennan mikilvæga fyrsta sigur í einvíginu.  Haukur Helgi Pálsson var mættur aftur á parketið fyrir Njarðvíkinga og gaf liðinu vissulega ákveðin auka kraft þó að kappinn eigi nokkuð í land að ná fullum styrk í sínum leik. 

En þessi liðsheild hjá Njarðvík var á köflum í þetta kvöldið gríðarlega sterk og voru þeir snöggir að refsa fyrir minnstu mistök í varnarleik KR þetta kvöldið.  Hinsvegar er óhætt að segja að þetta Njarðvíkurlið eigi nokkuð vel inni í sínum leik. KR spiluðu megnið af kvöldinu gríðarlega vel þó þeir hafi verið undir allan leikinn.

„Við þurfum að laga ýmis smá atriði í okkar leik og þá erum við fínir,“ sagði Helgi Már Magnússon þjálfari KR eftir leik.  Það er auðvelt að taka undir þessi orð hjá Helga.  "KR í deildarkeppni og KR í úrslitakeppni eru tvö ólík lið. Ég vissi að þetta yrðu hörku leikir" sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. 

Njarðvíkingar leiða þar með einvígið 1:0 og færist nú rimman í Vesturbæinn. 

Njarðvík 100:90 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert