Ódýr villa miðað við línuna í leiknum

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð súr með að hafa tapað gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld.

Rúnar sagðist stoltur af liði sínu þrátt fyrir tapið og nefndi sérstaklega hvernig liðið kom til baka eftir nokkuð erfiðan fyrri hálfleik.

Rúnar sagði liðið hafa brugðist illa við hörðum varnarleik Keflavíkur framan af og ekki verið við nægilega góða stjórn á sínum leik beggja vegna vallarins.

Til að bæta ofan á þetta var liðið að hitta illa úr skotum sínum. 

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert