Tvöföld tvenna í Njarðvík – Valur marði nýliðana

Aliyah Collier átti stórleik í kvöld.
Aliyah Collier átti stórleik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aliyah Collier átti stórleik fyrir Njarðvík þegar liðið tók á móti Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 10. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 92:67, en Collier skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en síðan ekki söguna meir. Njarðvík leiddi 54:35 í hálfleik og lét forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleik.

Raquel Laneiro skoraði 14 stig fyrir Njarðvík en Taylor Jones var stigahæst hjá Fjölniu með 31 stig og 16 fráköst.

Njarðvík er með 12 stig í fjórða sætinu en Fjölnir er í því sjötta með 6 stig.

Njarðvík - Fjölnir 92:67

Ljónagryfjan, Subway deild kvenna, 16. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 9:7, 11:12, 21:15, 24:21, 28:25, 32:31, 41:33, 54:35, 58:37, 60:42, 66:47, 72:51, 80:53, 84:60, 90:60, 92:67.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 30/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Raquel De Lima Viegas Laneiro 14/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/17 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 9, Erna Hákonardóttir 5, Lavinia Joao Gomes Da Silva 5/5 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Fjölnir: Taylor Dominique Jones 31/16 fráköst, Simone Sill 13/4 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 9/6 fráköst, Urté Slavickaite 8/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 98

Kiana Johnson var stigahæst Valskvenna.
Kiana Johnson var stigahæst Valskvenna. mbl.is/Óttar Geirsson

Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals með 28 stig þegar liðið vann naum sigur gegn ÍR í Skógerseli í Breiðholti.

Leiknum lauk með 76:74-sigri Vals sem leiddi með fimm stigum í hálfleik, 46:41. ÍR komst stigi yfir, 72:71, þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Valskonur voru sterkari á lokamínútunum.

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16 stig fyrir Val en Jamie Cherry var stigahæst í liði ÍR-inga með 27 stig og sjö fráköst.

Valur er með 14 stig í öðru sæti deildarinnar en ÍR er án stiga í neðsta sætinu.

ÍR - Valur 74:76

Skógarsel, Subway deild kvenna, 16. nóvember 2022.

Gangur leiksins:: 5:2, 8:11, 15:20, 19:28, 19:30, 24:36, 34:43, 41:46, 46:52, 48:54, 52:57, 54:60, 59:62, 67:67, 69:71, 74:76.

ÍR: Jamie Janesse Cherry 28/7 fráköst, Greeta Uprus 22/14 fráköst, Margrét Blöndal 10/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5/5 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 2/5 stoðsendingar, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 28/12 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 16/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Simone Gabriel Costa 8/6 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 3/4 fráköst, Sara Líf Boama 1/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 76

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert