Haukar náðu öðru sætinu af Val

Aliyah Collier umkringd Valskonum á Hlíðarenda í kvöld.
Aliyah Collier umkringd Valskonum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar tryggðu sér í kvöld annað sæti Subway-deildar kvenna í körfubolta með 88:45-heimasigri á Breiðabliki í lokaumferðinni. Þar sem Valur mátti þola tap fyrir Njarðvík á heimavelli, 73:79, höfðu Haukar og Valur sætaskipti.

Haukar verða því með heimavallarrétt gegn Val í undanúrslitum Íslandsmótsins, annað árið í röð.

Valskonur byrjuðu betur gegn Njarðvík og voru með 20:11-forskot í eftir fyrsta leikhlutann og 40:30-forystu í hálfleik. Njarðvík neitaði hins vegar að gefast upp og þegar fjórar mínútur voru eftir voru gestirnir með forystu, 66:64. Njarðvíkingar voru svo mun sterkari í blálokin.

Aliyah Collier skoraði 25 stig og tók 15 fráköst fyrir Njarðvík. Simone Costa skoraði 16 stig í afar jöfnu liði Vals.

Eftir jafnræði í upphafi leiks Hauka og Breiðabliks, voru Haukakonur mun sterkari í öðrum leikhluta. Var staðan í hálfleik 35:23. Haukar héldu áfram að bæta í forskotið út hálfleikinn og unnu að lokum öruggan sigur.

Keira Robinson skoraði 14 stig fyrir Hauka og Anna Soffía Lárusdóttir gerði slíkt hið sama fyrir Breiðablik.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast grannarnir í Keflavík og Njarðvík. Deildarmeistarar Keflavíkur unnu sannfærandi 90:64-heimasigur á Fjölni.

Rétt eins og hjá Haukum og Breiðabliki, var jafnræði með liðunum framan af, en Keflavík var mikið sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann þægilegan sigur.

Birna Valgerður Benonýsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík. Urté Slavickaite gerði 20 stig fyrir Fjölni.

Þá vann ÍR sinn þriðja sigur á leiktíðinni er liðið lagði Grindavík á heimavelli 77:76. ÍR var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 41:31.

Grindavík neitaði að gefast upp og góð byrjun í fjórða og síðasta leikhlutanum varð til þess að fimm stigum munaði á liðunum, þegar fimm mínútur voru eftir, 68:63. ÍR hélt þó út og fagnaði sætum sigri.

Greeta Uprus skoraði 18 stig og þar af sigurkörfuna á vítalínunni á síðustu sekúndunni. Danielle Rodríguez skoraði 23 fyrir Grindavík.

Haukar - Breiðablik 88:45

Ásvellir, Subway deild kvenna, 29. mars 2023.

Gangur leiksins: 4:2, 8:6, 10:10, 14:12, 20:12, 28:18, 33:21, 35:23, 43:25, 55:27, 60:31, 67:33, 70:34, 78:37, 80:43, 88:45.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 14/15 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 12/6 fráköst/3 varin skot, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 11, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir 10/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 10/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/9 fráköst, Agnes Jónudóttir 7, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/4 fráköst, Jana Falsdóttir 4, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 19 í sókn.

Breiðablik: Anna Soffía Lárusdóttir 14, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9/5 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 6/7 fráköst, Anita Run Arnadottir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4/7 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 3/5 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3/6 fráköst, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 77.

Valur - Njarðvík 73:79

Origo-höllin, Subway deild kvenna, 29. mars 2023.

Gangur leiksins: 5:2, 7:6, 14:8, 20:11, 27:16, 32:20, 35:25, 40:30, 42:38, 46:40, 54:45, 56:49, 61:56, 64:63, 64:71, 73:79.

Valur: Simone Gabriel Costa 16/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Kiana Johnson 14/9 fráköst/14 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 9/15 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Sara Líf Boama 3, Hallveig Jónsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 25/15 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Raquel De Lima Viegas Laneiro 20/4 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 14/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 93.

Keflavík - Fjölnir 90:64

Blue-höllin, Subway deild kvenna, 29. mars 2023.

Gangur leiksins: 1:5, 7:12, 16:12, 20:18, 26:22, 29:32, 36:39, 46:41, 52:43, 58:49, 68:51, 77:51, 78:55, 83:58, 88:62, 90:64.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 19/9 fráköst, Daniela Wallen Morillo 18/8 fráköst/6 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Karina Denislavova Konstantinova 10/6 fráköst/8 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 6/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 5, Hjördís Lilja Traustadóttir 5, Agnes María Svansdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 4, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/5 fráköst/3 varin skot.

Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn.

Fjölnir: Urté Slavickaite 20/4 fráköst, Brittany Dinkins 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Sill 8/11 fráköst, Shanna Dacanay 8, Heiður Karlsdóttir 7/11 fráköst, Stefania Tera Hansen 5, Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir 4, Victoría Lind Kolbrúnardóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Einar Valur Gunnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 369.

ÍR - Grindavík 77:76

Skógarsel, Subway deild kvenna, 29. mars 2023.

Gangur leiksins: 6:8, 17:11, 25:14, 25:14, 27:14, 29:23, 38:25, 41:31, 41:36, 48:43, 58:45, 64:53, 64:55, 68:63, 73:69, 77:76.

ÍR: Greeta Uprus 19/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 18, Nína Jenný Kristjánsdóttir 16/7 fráköst, Margrét Blöndal 12/13 fráköst/9 stoðsendingar, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/6 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 3, Gréta Hjaltadóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/6 fráköst/7 stolnir, Elma Dautovic 16/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Hekla Eik Nökkvadóttir 10, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 8/10 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Agnar Guðjónsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 70.

mbl.is