Haukar stungu af í seinni hálfleik

Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann gegn Stjörnunni.
Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir með boltann gegn Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar fara vel af stað í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Haukakonur höfðu betur í fyrsta leik einvígisins í Ólafssal, 80:68, í kvöld.

Stjarnan byrjaði með látum og var með fjórtán stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 26:12. Haukar svöruðu með fínum öðrum leikhluta, unnu hann 22:15, og var staðan í hálfleik 41:34.  

Haukakonur byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 50:50.

Skömmu síðar voru Haukar komnir yfir í fyrsta skipti frá því í upphafi leiks, 58:52. Haukar héldu áfram að bæta í forskotið og var staðan 64:55 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Þar tókst Stjörnunni ekki að minnka muninn og Haukar eru komnir í 1:0 í einvíginu.

Keira Robinson skoraði 26 stig fyrir Hauka og tók 14 fráköst. Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir gerðu 15 stig hvor. 

Katarzyna Trzeciak gerði 21 stig fyrir Stjörnuna og Denia Davis-Stewart 14 stig og tók 22 fráköst. 

Haukar 80:68 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert