„Ánægður með sigurinn“

Finnur Freyr, þjálfari Vals.
Finnur Freyr, þjálfari Vals. Árni Sæberg

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta, var ánægður með sigur kvöldsins gegn Hetti í samtali við mbl.is.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn, mér fannst við gera vel að ná yfirhöndinni í byrjun leiks og fyrir utan smá kafla í 3. leikhluta fannst mér við gera vel að halda þeim fjarri okkur.“

Fyrri hálfleikur var jafn og sóknarleikur Vals var stirður á köflum. Finnur vildi skrifa það á taugarnar sem fyrsti leikur í úrslitakeppni ber með sér frekar en að Hattarmenn hefðu komið þeim á óvart.

„Oft fara liðin að máta sig við hvort annað, sjá hvar opnanirnar eru og prófa sig áfram og eitthvað svoleiðis en menn eru líka spenntir að vera mættir í úrslitakeppnina og því fylgir fiðringur og þess vegna er ég bara ánægður með sigurinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert