Fyrsti heimaleikurinn í úrslitakeppni

Grindvíkingurinn Daniel Mortensen fer fram hjá Adomas Drungilas í fyrsta …
Grindvíkingurinn Daniel Mortensen fer fram hjá Adomas Drungilas í fyrsta leiknum gegn Tindastóli. mbl.is/Árni Sæberg

Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla heldur áfram í kvöld en þá lýkur annarri umferðinni í átta liða úrslitunum.

Álftanes spilar sinn fyrsta heimaleik í sögunni í úrslitakeppni þegar liðið tekur á móti Keflavík í Forsetahöllinni á Álftanesi klukkan 19. 

Keflvíkingar unnu fyrsta leik liðanna á sínum heimavelli, 99:92, og þurftu að hafa talsvert fyrir því að leggja nýliðana að velli. 

Á Sauðárkróki tekur Tindastóll á móti Grindavík en þar þurfa Íslandsmeistararnir á sigri að halda eftir að hafa tapað stórt, 111:88, fyrir Grindvíkingum í fyrsta leiknum í Smáranum.

Staðan í hinum tveimur einvígjunum er 1:1, bæði hjá Val og Hetti og hjá Njarðvík og Þór úr Þorlákshöfn, eftir að Höttur og Þór unnu sína heimaleiki í gærkvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert