„Þetta er algert skrímsli“

Þrjátíu punda laxi var landað í dag í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu af Sturlu Birgissyni en fiskurinn er heilir 112 cm að lengd og mun vera sá stærsti sem veiddur hefur verið þetta sumarið. Laxinn kom á í Hnausastreng í ánni.

„Þetta er algert skrímsli,“ segir Sturla í samtali við mbl.is og hlær. „Það tók 45 mínútur að koma honum á land og hann tók nánast alla undirlínuna út.“  Laxinn beit að hans sögn á Sunray flugu. Sturla var einn þegar laxinn beit á fann hann strax að um stóran fisk var að ræða. 

„Síðan tekur hann bara roku niður allan strenginn. Ég var með bremsuna nánast í botni og hann tók það allt út. Hikaði ekki við það. Síðan sá ég hann stökkva og þá hringdi ég í gædana sem komu brunandi og hjálpuðu við að koma honum á land,“ segir Sturla.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert