Góð tófu- og minkaveiði á Suðurlandi

Ein tófa sem náðist um helgina síðustu mikinn hlaup og …
Ein tófa sem náðist um helgina síðustu mikinn hlaup og eltingaleik.. veidin.is

Inn á vefsíðunni veidin.is er greint frá skotveiðimönnum sem voru við tófuveiðar á Suðurlandi um nokkra daga í kringum síðustu helgi og náðu alls 16 tófum.

Það eru bræðrasynirnir Páll Árni Pétursson og Hörður Þór Guðjónsson hafa verið að stunda þessar veiðar en þeir fengu veiðigenin í arf frá feðrum sínum. Fóru þeir í nokkur skipti í kringum daganna um síðustu helgi og náðu alls 16 tófum.

Þá kemur fram að Páll notar við tófuveiðarnar Sako Forester 243 Cal. riffil með Swarowski 6, 24×50 sjónauka sem að hann segir að nái að hitta vel af færum sem eru vanalega um 100 til 150 metrar oftast nær undanfarið og lítið væri um feilskot.

Til viðbótar við tófuveiðar þá stunda þeir frændur einnig minkaveiðar fyrir nokkur bæjarfélög á Suðurlandi og notast þá einnig við hunda. Náðu þeir um 60 minkum frá því í lok ágúst og fram í miðjan september síðastliðinn. Eru þeir með leyfi frá bæjarfélögum á svæðinu til að eyða mink og ref í nágrenninu. Í vinnslu sé að fá greitt fyrir þessar veiðar frá sveitarfélögunum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert