Verðlaunamynd Veiðimannsins

Veiðimynd ársins 2017.
Veiðimynd ársins 2017. Ragnheiður Traustadóttlr

Veiðimaðurinn, tímarit Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er eitt helsta tímarit stangaveiðimanna á Íslandi. Blaðið hefur komið út frá árinu 1940 en á síðustu árum hefur það valið veiðimynd ársins. Að þessu sinni voru það feðginin Jakob Sindri Þórsson og Ragnheiður Traustadóttir sem hlutu verðlaunin

Myndin er af bleikju sem Jakob veiddi í þjóðgarðinum á Þingvöllum en  þar veitir Veiðikortið, sem Stangveiðifélagið á helmingshlut í, veiðimönnum aðgang að spennandi veiðisvæðum. Það var Ragnheiður sem tók myndina.

Í samtali við Jakob hjá Stangveiðifélaginu þegar hann tók við verðlaununum lét hann hafa eftir sér: „Mamma tók þessa skemmtilegu mynd sem ég glímdi við í þjóðgarðinum nærri Arnarfelli í byrjun ágúst. Við höfðum ákveðið að fara í Hítarvatn á Mýrum og gista eina nótt og veiða en urðum að flýja þaðan þar sem ómögulegt var að tjalda fyrir vindi. Eftir að hafa skoðað veðurspána með hliðsjón af veiðivötnum Veiðikortsins ákváðum við að reyna við bleikjuna á Þingvöllum. Eftir að hafa leitað í smá stund við bakkann, með fluguna út í, fundum við loks fisk. Á stuttum tíma settum við í ellefu fiska sem létu vel finna fyrir sér. Þar á meðal var þessi bleikja sem var meira í loftinu en vatninu.“

Fyrir þessa glæsilegu mynd fengu feðginin veiðileyfi að andvirði 50 þúsund krónur á svæðum Stangveiðifèlags Reykjavíkur sumarið 2018.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert