FL Group með 4,25% í Commerzbank

mbl.is

FL Group hefur aukið hlut sinn í þýska bankanum Commerzbank AG í 4,25%, en fyrir átti félagið 3,24% í bankanum. Miðað við lok dags 25. september, er markaðsvirði heildareignar félagsins í bankanum um 69 milljarðar króna. Kaupin eru fjármögnuð með framvirkum samningum og eigin fé.

Í tilkynningu frá FL Group kemur fram að búist sé við að arðsemi bankans haldi áfram að aukast og því telji stjórnendur FL Group góð tækifæri felast í kaupunum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK