Laun forstjóra FL Group samtals 172 milljónir

Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson.
Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson. Árvakur/Ómar

Laun Hannesar Smárasonar, sem var forstjóri FL Group þar til í desember á síðasta ári, námu 139,5 milljónum króna á síðasta ári að því er kemur fram í ársreikningum félagsins. Þá námu laun Jóns Sigurðssonar, sem var aðstoðarforstjóri þar til hann tók við forstjórastarfinu, 32,5 milljónum króna.

Fram kemur í tilkynningu frá FL Group, að gengið hafi verið frá starfslokasamningi við Hannes í desember og nemi sá samningur um 90 milljónum króna. Ekki verði um frekari gjaldfærslu að ræða vegna starfslokanna og Hannes er ekki með kauprétt í félaginu.

Laun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group, námu 5,8 milljónum á síðasta ári. Laun Skarphéðins Bergs Steinarssonar, sem var stjórnarformaður hluta ársins, námu 5,9 milljónum.

Þá kemur fram að laun fimm framkvæmdastjóra FL Group námu samtals 183,7 milljónum króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK