Sund er ekki hluthafi í NTH

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Sund ehf. er ekki lengur hluthafi í Northern Travel Holding (NTH), sem m.a. er eignarhaldsfélag flugfélaganna Sterling og Iceland Express. Að sögn Jóns Kristjánssonar, stjórnarformanns, var 22% hlutur Sunds seldur í lok síðasta árs.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, forstjóri NTH, staðfesti við Morgunblaðið að hlutur Sunds væri nú í eigu NTH. Aðrir hluthafar eru Fons hf. með 44% og FL Group með 34%.

Danska viðskiptablaðið Börsen hafði í gær eftir ónefndum heimildamanni að Sund og Fons hygðust selja hlut sinn í NTH. Ljóst er að Sund er ekki „á útleið“ og Pálmi Haraldsson í Fons hafnar því alfarið að sala sé á dagskrá.

„Blaðamaður Börsen hringdi í mig og ég neitaði þrisvar þegar hann spurði mig aftur og aftur hvort ég ætlaði að selja hlutinn í Sterling og hvort ég ætlaði að selja hlutinn í Northern Travel Holding,“ segir Pálmi, pirraður út í danska blaðamenn. Börsen hefur eftir Pálma að sala hafi aldrei verið rædd í stjórninni, en fyrirsögn fréttarinnar er engu að síður „Eigendur Sterling leitast við að losna“.

Enginn samruni í bígerð nú

Pálmi segir þó að að sjálfsögðu sé ekkert útilokað um hvað gerist með félögin í framtíðinni. Eins og í viðskiptum almennt sé eðlilegt að hafa augun opin.

Þorsteinn Örn Guðmundsson tekur undir orð Pálma. Um þessar mundir sé NTH ekki að vinna að neinum samruna, en almennt megi eiga von á frekari samþjöppun á markaði lágfargjaldaflugfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK