Olíubirgðirnar duga í 41 ár að mati BP

Haldi jarðarbúar áfram að nota olíu í jafnmiklum mæli og nú er verða olíubirgðir heimsins uppurnar eftir 41 ár. Þetta er mat sérfræðinga breska olíufélagsins BP, sem er næststærsta olíufélag Evrópu og þriðja stærsta olíufélag heims, í nýrri skýrslu fyrirtækisins um stöðu olíumarkaðarins. Í sams konar skýrslu sem BP gaf út fyrir réttu ári síðan mátu sérfræðingar þess olíubirgðirnar sem nægilegar í 40 1/2 ár.

Þekktar og nýtanlegar olíubirgðir í heiminum voru í lok árs 2007 að mati BP nokkurn veginn jafnmiklar og ári áður. Olíuframleiðsla dróst hins vegar saman um 0,2% í fyrra samtímis sem olíuneysla jókst um 1,1%.

Ástæða þess að framleiðsla á vökvanum dýrmæta hefur dregist saman er samkvæmt skýrslu BP, sem Reuters vitnar í, ekki flöskuhálsar í framleiðslu heldur er stjórnmálum fyrst og fremst um að kenna. sverrirth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK