Jón Ásgeir stýrir enn Íslandi

Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnar enn á Íslandi að mati business.dk
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnar enn á Íslandi að mati business.dk Ómar Óskarsson

„Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“ er fyrirsögn fréttar á viðskiptavefssíðu Berlingske Tidende (business.dk) í morgun. Þar segir að þrátt fyrir að milljarða hafi vantað í hinn gjaldþrota Baug sé fyrrum eigandi Jón Ásgeir enn umsvifamikill í verslanarekstri og fjölmiðlun á Íslandi.

Bent er á að Kaupþing hafi fjármagnað uppskipti viðskiptaveldis Baugs fáeinum mánuðum fyrir gjaldþrot. Þá segir að Jón Ásgeir, fremsti útrásarvíkingurinn og fyrrum eigandi Magasín, sé sem bankaeigandi og stórskuldunautur íslensku bankanna sakaður um að eiga þátt í íslenska hruninu.

Í greininni er rakið að Jón Ásgeir eigi enn yfir 100 verslanir á Íslandi í gegnum félagið Haga. Í hópi þessara fyrirtækja séu stærsta verslanakeðjan og tískuvöruverslanir. Jafnframt leið eigi hann áfram stærsta dagblað landsins, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og ýmsar útvarpsstöðvar.

Allt þetta á Jón Ásgeir þrátt fyrir að Baugs-veldið sé gjaldþrota og að andvirði um 12 milljarða danskra króna hafi vantað í kassann, tap sem lendi á gjaldþrota og þjóðnýttum íslenskum bönkum.

Í fréttinni er bent á að  þversögnin felist í löglegri uppstokkun Baugs-veldisins sem Jón Ásgeir réðist í vorið 2008. Þá hafi fjölskylda hans keypt íslenskar verslanir Haga af Baugi. Kaupin hafi verið fjármögnuð með afborganalausu 30 milljarða króna láni frá Kaupþingi. Þetta hafi gerst fjórum mánuðum fyrir hrun Kaupþings og ári fyrir gjaldþrot Baugs.

Þá er fjallað um tryggingar sem Kaupþing tók fyrir láninu. Um það bil 35% af hlutabréfum Baugs sem Kaupþing tók að veði séu nú verðlaus. Virði Haga hafi í upphafi ekki nægt til að tryggja lánið og skuldir félagsins hafi aukist síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK