Kveðst ekki hafa braskað neitt

Húsin í Makaó.
Húsin í Makaó.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, neitar því að hafa tekið þátt í fasteignabraski í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Makaó.

DV sagði í gær frá því að Bjarni, ásamt föður sínum og frænda, þeim Benedikt og Einari Sveinssonum, hefði verið með í kaupum á lúxusíbúðaturni í Makaó, í gegnum eignarhaldsfélagið Vafning, í samstarfi við Steingrím og Karl Wernerssyni og félög á vegum Sjóvár.

„Ég kannast ekki við að hafa braskað eitt eða neitt,“ segir Bjarni spurður um málið. Hann hafi aldrei átt möguleika á neinum ávinningi af verkefninu í Makaó. Hann rengir þó ekki annað í frásögn DV.

Félag í eigu Sjóvár stjórnaði Vafningi

Þar segir að Vafningur hafi keypt félagið SJ MacauOnceCentral Holding Co. ehf., 8. febrúar 2008, af félagi í eigu Sjóvár, SJ-fasteignum. Bjarni var þá stjórnarformaður BNT ehf., móðurfélags olíufélagsins N1.

BNT átti þá 24% hlut í öðru félagi, Skeggja ehf., sem aftur átti 39% í Vafningi. Önnur var aðkoma Bjarna ekki að Vafningi að hans eigin sögn. Félag í eigu Sjóvár, SJ2-fasteignir ehf., átti um helming í bæði Skeggja og Vafningi. Það félag, SJ2, átti því mikinn meirihluta í Vafningi.

„Þessar eignir, þær koma ekki frá okkur, en þær koma á einhverjum tímapunkti inn í félag sem BNT á hlut í. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun,“ segir Bjarni um kaupin á Makaó-félaginu. „Þeir sem ráðstafa eigninni og þeir sem taka við henni eru í raun og veru stjórnir félaga sem ég hef ekki aðkomu að.“

Fjölskylda Bjarna stofnaði félög, t.d. Þátt International, utan um hlutabréf í Glitni, sem ekki var mögulegt að selja strax, eftir að nýir eigendur bankans eignuðust ráðandi hlut.

Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, er og var þá stjórnarformaður Vafnings ehf., sem reyndar heitir Földungur í dag. Hann segir Vafning hafa verið stofnaðan í tengslum við endurfjármögnun á slíkum félögum í febrúar 2008. Hann hafi verið samstarfsverkefni eigendanna og Glitnis. „Sem hluta af þeirri endurfjármögnun leggur Sjóvá eign sína í Makaó inn í Vafning. En fjárfestingin sjálf í Makaó varð til löngu fyrr, árið 2006. Vafningur kom því aldrei að því að kaupa þessa fasteign í Makaó,“ segir Guðmundur. Hið eiginlega fasteignabrask hafi því löngu átt sér stað, en þetta verið gert til að auka veðhæfi Vafnings.

Engu að síður átti Vafningur verkefnið í Makaó eftir þetta, í gegnum félagið Drakensberg Investments Limited, á Bresku jómfrúaeyjum. „Bjarni er stjórnarformaður BNT, sem á ekki beinan eignarhlut í Földungi, sem gerir ekki beina fjárfestingu í Makaó, heldur leggur Sjóvá það inn til tryggingar á annarri fjármögnun. Það er því orðið býsna langsótt að tengja nafn Bjarna við þetta brask,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að Bjarni hafi ekki getað haft nein áhrif á ákvörðunina um kaupin á Makaó-félaginu.

Hvað Makaó-verkefnið almennt varðar neitar Bjarni ekki að það hafi verið í anda „2007“. Honum sýnist að lagt hafi verið upp með lítið eigið fé. Að öðru leyti þekki hann verkefnið ekki vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK