Önnur fjármálakreppa yfirvofandi

Fyrirmenni af öllum toga sækja Davos-ráðstefnuna.
Fyrirmenni af öllum toga sækja Davos-ráðstefnuna. Reuters
Verulega líkur eru á annarri meiriháttar fjármálakreppu og fjárfestar verða að vera búnir undir það að eitt af helstu hagkerfum heims lendi í greiðslufalli. Þetta kemur fram í Global Risk-skýrslunni sem gefin er út í tengslum við hina árlegu efnahagsráðstefnu í Davos í Sviss.

Í skýrslunni eru taldar upp helstu ógnir gegn stöðugleika í alþjóðahagkerfinu. Efst á blaði eru líkurnar á skuldakreppu hjá fullvalda ríki og áhrif þess kostnaðar sem leggjast á helstu hagkerfi heims vegna þeirra efnahagsaðgerða sem gripið hefur verið til vegna fjármálakreppunnar. Bandaríkin og Bretland eru sérstaklega nefnd í þessu samhengi.

Breska blaðið The Daily Telegraph hefur eftir Robert Greenhill, einum af stjórnendum ráðstefnunnar í Davos, að ekki séu beint miklar líkur á því að Bretland eða Bandaríkin verði gjaldþrota en hinsvegar megi leiði líkum að því skuldabaggi þeirra muni áreiðanlega takmarka hagvöxt þeirra.

Skýrslan telur einnig hættu á að eignaverð falli enn frekar. Kínverska hagkerfið er sérstaklega nefnt í þessu samhengi en sem kunnugt er þá hafa merki um eignabólu og útlánaþenslu sést í landinu að undanförnu. Fram kemur í The Telegraph að margir óttast að Kínverjar kunnu að vera feta sömu slóð og Japanar gerðu á tíunda áratug nýliðinnar aldar: Þá tók viðverandi verðhjöðnunarskeið og samdráttur við eftir að gríðarlega mikil eignabóla sprakk.

Einnig kemur fram í skýrslunni að líkur séu á því að Bretland og önnur ríki kunni að stefna að öllu óbreyttu í orkukreppu. Er þessi hætta rakin til ónógrar endurfjárfestingar í innviðum orkugeirans.


mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir