Pólitísk áhætta aukist á Íslandi

Pólitísk áhætta vegna erlendrar fjárfestingar á Íslandi er í meðallagi miðað við aðrar þjóðir, og hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Gjaldeyrisflutningar, pólitísk inngrip og greiðslufall hins opinbera eru nefndir sem sérstakir áhættuþættir hér.

Það er bandaríska fyrirtækið Aon, sem sérhæfir sig meðal annars í áhættugreiningu, í samstarfi við breska viðskiptablaðið Financial Times sem kemst að þessari niðurstöðu.

Pólitískri áhættu er skipt í nokkra þætti, og hver þeirra metinn fyrir sig. Þessir þættir eru meðal annars gjaldeyrisflutningar, stríðsátök, verkföll og ólga meðal almennings, greiðslufall hins opinbera og póltískt inngrip.

Hættan á því að hér brjótist út stríð er metin lítil sem engin, en sérstakir áhættuþættir eru gjaldeyrisflutningar, greiðslufall hins opinbera,  pólitísk inngrip í viðskipti, verkfallsaðgerðir og ólga meðal almennings.

Hvað pólitísk inngrip varðar er Íslandi skipað á bekk með nokkrum löndum Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Rússlandi. Þegar horft er til hættunnar á greiðslufalli hins opinbera breytist landslagið nokkuð, og fleiri lönd Evrópu bætast á kortið.

Hættan á aðgerðum og ólgu meðal almennings er hins vegar mjög útbreidd, að mati Aon. Athygli vekur að hætta á slíku er metin allmikil í Bandaríkjunum, á Bretlandi og í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK