Methagnaður hjá Ford

GARY CAMERON

Hagnaður bílaframleiðandans Ford meira en tvöfaldaðist á síðasta ári, en þetta er mesti hagnaður sem fyrirtækið hefur skilað í meira en 10 ár.

Ford er annar stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 6,6 milljörðum dollara. Þetta er þó heldur minni hagnaður en sérfræðingar á markaði höfðu spáð.

Ford var eini af stóru bílaframleiðendunum í Bandaríkjunum sem fékk ekki fjárhagsaðstoð frá ríkinu á árunum 2008-2009. Hagnaður fyrirtækisins verður að stórum hluta notaður til að lækka skuldir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK