Bankar gefi Grikkjum 50% afslátt

Fjármálaráðherrar evruríkjanna í Brussel í dag. Christina Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins …
Fjármálaráðherrar evruríkjanna í Brussel í dag. Christina Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sat fundinn. Reuters

Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu í kvöld, að biðja einkabanka, sem lánað hafa gríska ríkinu fé, að afskrifa að minnsta kosti helming þeirra lána en ella vofi ríkisgjaldþrot yfir Grikklandi.

„Það þarf að minnsta kosti 50%," sagði ónafngreindur sendimaður við AFP.

Hann sagði að viðræður verði nú teknar upp við banka á þessum grundvelli en stefnt er að því að þeim viðræðum ljúki fyrir leiðtogafund evruríkjanna, sem boðaður hefur verið 26. október.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK