Batnandi horfur að mati S&P

Matsfyrirtækið Standar & Poor's breytti í dag horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í stöðugar úr neikvæðum þar sem hagvöxtur hefði tekið við sér á ný. 

S&P staðfesti einnig lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, BBB-/A-3,  fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar ríkissjóðs Íslands í erlendri og innlendri mynt. 

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að íslenskt efnahagslíf sé á batavegi eftir fall þriggja stærstu viðskiptabankanna. Hagvöxtur hafi tekið við sér að nýju eftir tveggja ára djúpa niðursveiflu. 

Segir fyrirtækið að mikilsverður árangur hafi náðst í endurskipulagningu efnahagsreikninga einkageirans og búast megi við að því ferli verði að mestu lokið um mitt ár 2012.

Þess vegna hafi horfum um lánshæfismat Íslands verið breytt í stöðugar úr neikvæðum. Þar séu vegnar saman styrkari grunnstoðir efnahagslífsins á móti áhættu tengdri afléttingu gjaldeyrishafta á næstu árum.  

Tilkynning Standard & Poor's

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK