Jenkins fjárfestir frekar hér

Gamla kaffibrennsluhúsið við Sætún
Gamla kaffibrennsluhúsið við Sætún mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Michael Jenkins, sem á helmingshlut í  fjárfestingarfélaginu Þórsgarði, hefur fjárfest í íslenskum fasteignum fyrir á annan milljarð króna. Frekari fjárfestingar eru fyrirhugaðar á næstunni. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Því tengt hefur félagið tekið þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands og þannig skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur til fjárfestinga. Samhliða þátttökunni var Þórshamri breytt í hlutafélag.

Meðal eigna Þórsgarðs í dag eru Kirkjuhvoll, Templarasund 3 á næsta horni og Kaaberhúsið þar sem Fréttatíminn, Fíton auglýsingastofa og Þórsgarður eru til húsa. Auk þess á hann íbúðarblokkir í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi.

Síðar í sumar verður opnað hótel á Kirkjuhvoli, þar sem Pelsinn og Vínbarinn eru þegar til húsa. Hótelið mun heita Kirkjuhvoll Apartment Hotel og er lúxusíbúðahótel, að sögn Valdísar í viðtali við Viðskiptablaðið.

Leiðrétting: Samkvæmt upplýsingum frá Fréttatímanum á Jenkins ekkert í Fréttatímanum líkt og kom fram í upprunalegu fréttinni sem var í Viðskiptablaðinu í morgun. Þar var einnig rangt farið með nafn fjárfestingarfélagsins og það nefnt Þórshamar.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir