Landsbanki vill selja House of Fraser

House of Fraser
House of Fraser mbl.is

Opnað hefur verið fyrir tilboð í hlutabréf í breska vöruhúsið House of Fraser, sem rekur um 60 verslanir víðs vegar um Bretlandseyjar. 

Landsbankinn á 35% í vöruhúsinu og talið er að allt að 100 milljónir punda gætu fengist fyrir hann. 

Breski fjárfestirinn Kevin Stanford mun hafa lýst yfir áhuga á að setjast í stjórn verslunarinnar, en hann á um 10% í henni.

Í frétt Daily Mail í dag er leitt að því líkum að fjárfestar frá Mið-Austurlöndum hafi áhuga á að kaupa hlut Landsbankans.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir