Lækkun í Evrópu

Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag og er það einkum rakið til stöðu mála á evru-svæðinu.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,97% en í Frankfurt lækkaði DAX 30 vísitalan um 1,94% og CAC vísitalan í París lækkaði um 2,29%. Í Madríd lækkaði Ibex vísitalan um 2,60% og í Mílanó nam lækkunin 2,74%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir