Verðbólgan étur upp launahækkanir

Verðbólgan hefur síðasta árið étið upp mikið af umsamdri launahækkun.
Verðbólgan hefur síðasta árið étið upp mikið af umsamdri launahækkun. Brynjar Gauti

Það lítur út fyrir að verðbólgan verði búin að éta upp alla þá launahækkun sem varð af 7% kjarasamningsbundinni hækkun í júní í fyrra, að því er fram kemur í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Segir þar að ljóst sé að mikill þrýstingur verði á aukna samningsbundna launahækkun í janúar þegar opnað verður fyrir endurskoðun samninganna þar sem kaupmáttur hefur lækkað nokkuð síðasta árið.

Segir greiningardeildin að ólíklegt sé að skilyrði núverandi samninga verði uppfyllt. „Núverandi samningar hljóða upp á 3,25% hækkun launa á fyrsta fjórðungi næsta árs, en sett eru skilyrði um að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans, gengi krónu verði u.þ.b. 16% sterkara en raunin er nú og að kaupmáttur hafi aukist yfir þetta ár. Hverfandi líkur eru á að þessi skilyrði verði uppfyllt um áramótin.“ 

Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hafa laun lítið breyst í sumar. Þannig hækkuðu laun um 0,1% í ágúst frá fyrri mánuði og kemur þessi lítilsháttar hækkun nú í kjölfar þess að laun hækkuðu einnig um 0,1% í júlí og óbreytts ástands í júnímánuði. Þróunin undanfarna mánuði virðist því benda til þess að launaskrið sé afar lítið um þessar mundir, en engar kjarasamningsbundnar hækkanir eru í sjónmáli fyrr en í febrúar og mars á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK