Lítill áhugi á íslensku atvinnulífi

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Lítil þátttaka var í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands í gær. Í morgunútboðunum tveimur, þar sem bankinn kaupir evrur gegn greiðslu í verðtryggðum ríkisbréfum eða í skiptum fyrir krónur til langtímafjárfestingar, nam heildarfjárhæð tilboða 22,8 milljónum evra. Er þetta lægsta fjárhæð sem borist hefur samanlagt í þessum útboðum, og má rekja það til mun minni áhuga á fjárfestingarleiðinni en áður hefur verið. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningadeildar Íslandsbanka

Segir greiningardeildin að niðurstaðan, úr hinni svokölluðu 50/50 leið í útboðinu í gær, bendi til þess að áhugi fjárfesta sé ekki ýkja mikill um þessar mundir að fjárfesta til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Þannig bárust aðeins 44 tilboð í þessa leið að fjárhæð 11,1 milljón evrur og er það lægsta fjárhæð sem borist hefur hingað til í þeirri leið.

Í tilkynningu Seðlabankans frá því í gær er útlistað hvernig undirliggjandi fjárfestingar 50/50 leiðarinnar skiptast niður. Má þar sjá að hlutabréf hafa verið 56% kaupanna, skuldabréf um 30%, fasteignir um 13% og kaup í verðbréfasjóðum 1%. 

Útboð í ríkisverðbréfaleiðinni gekk aftur á móti nokkuð betur og var alls 15 tilboðum að fjárhæð 11,7 milljónir evra tekið. Í staðinn afhenti Seðlabankinn RIKS33-bréf fyrir um 2,2 milljarða króna að nafnverði á 2,65% raunkröfu. Er þetta mun betri niðurstaða en í síðustu tveimur útboðum sem voru haldin í júní og ágúst sl. Í útboðinu í júní nam útgáfa RIKS33-bréfanna rúmlega 1,5 milljörðum króna en í ágúst nam hún 803 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK