Erlendir aðilar fyrirferðarmiklir

Erlendir aðilar keyptu öll ríkisskuldabréf með gjalddaga árið 2014 í …
Erlendir aðilar keyptu öll ríkisskuldabréf með gjalddaga árið 2014 í útboði í september Ómar Óskarsson

Erlendir aðilar voru mjög fyrirferðarmiklir á markaði í september með skammtíma skuldabréf, líkt og þeir hafa verið að undanförnu. Greiningardeild Íslandsbanka segir frá því í dag að í útboði Lánamála ríkisins hafi erlendir aðilar keypt öll bréf í RIKB14 flokknum, en það eru óverðtryggð skuldabréf á gjalddaga árið 2014. Nafnvirði bréfanna var 4 milljarðar. Í RIKB22 flokknum var aftur á móti aðeins tekið tilboðum frá innlendum aðilum að nafnverði 4,4 milljarðar.

Jafnframt jókst staða þeirra í RIKB14 um meira en sem nemur upphæðinni sem tekin var í útboðinu, eða um 4,8 milljarða króna, og hefur mismunurinn verið keyptur á eftirmarkaði með skuldabréf. Í lok ágúst áttu útlendingar 49% útistandandi bréfa í RIKB14 en í lok september var hlutdeild þeirra komin upp í 60%. Skuldabréfaflokkurinn RIKB12 var á gjalddaga í ágúst og er líklegt að erlendir aðilar hafi verið að ráðstafa þeirri útgreiðslu að hluta í RIKB14-flokkinn í septembermánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK