Spáir rauðum jólum

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á fundinum í Turninum við Smáratorg …
Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone á fundinum í Turninum við Smáratorg í morgun Ómar Óskarsson

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, spáði rauðum jólum í morgun þegar hann ræddi um þau skref sem fyrirtækið hefði unnið að varðandi skráningu félagsins á markað. Á fundi Viðskiptaráðs Íslands, Kauphallarinnar og Deloitte í morgun sagði hann að margir hefðu verið efins fyrst um sinn þegar uppi komu hugmyndir um skráninguna. Töldu sumir félagið ekki nægjanlega stórt til að fara á skráðan markað en Ómar segir að það sé ekki stærðin sem skipti þar máli, heldur gæði fyrirtækisins og vonandi muni þetta skref nú ryðja brautina fyrir önnur félög í svipaðri stærð.

Í lok júní var ákveðið á stjórnarfundi að hefjast handa við formlega skráningu og markið var sett á að klára það ferli fyrir lok ársins. Sagði Ómar að fyrirtækið væri fyrsta félagið sem færi í skráningarferli sem væri í meirihlutaeigu Framtakssjóðs og að þetta væri skref í átt að auknum þroska og nefndi í því samhengi að félagið væri 13 ára og því væri ekki úr vegi að tala um fermingu hjá fyrirtækinu. Spáði hann rauðum jólum í ár, en gera má ráð fyrir því að félagið muni koma á markað fyrir jólin.

Meðal kosta sem hann nefndi fyrir skráningu var auðveldari aðgangur að fjármagni og aukið gegnsæi. Auk þess myndi skráning skapa meiri hvata og metnað fyrir stjórnendur til að bæta fyrirtækið enn frekar og sagðist hann viss um að hæfileikaríkt fólk myndi í auknum mæli leita hérlendis til skráðra fyrirtækja til að fá útrás fyrir metnað sinn.

Hjá Vodafone starfa í dag um 400 manns og var veltan í fyrra um 13 milljarðar, þar af 2 milljarðar erlendis, en Vodafone rekur þjónustu í Færeyjum. Þá eru viðskiptavinir félagsins um 100 þúsund og sagði Ómar að þetta gerði fyrirtækið að verðugum kosti til skráningar, auk þess sem það myndi bæta við breidd markaðarins hérlendis, sem er töluvert rýr enn sem komið er.

Vodafone.
Vodafone.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK