Spá óbreyttri verðbólgu

Gert er ráð fyrir að ársverðbólgan muni haldast nokkuð stöðug …
Gert er ráð fyrir að ársverðbólgan muni haldast nokkuð stöðug næstu mánuði mbl.is/Arnaldur

Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,4% í október, en 12 mánaða verðbólga mun við það haldast óbreytt í 4,3%. Jafnframt mun lítil breyting verða á verðbólgu næstu mánuðina, að því er fram kemur í morgunkorni greiningadeildar Íslandsbanka. Það sem mun hafa áhrif á vísitöluna að mati bankans er veiking krónunnar, en á móti kemur aukin samkeppni á matvörumarkaði. Hækkun verður því lítil á því sviði, en gert er ráð fyrir að ferða- og flutningsliður vísitölunnar muni hækka um 0,8% vegna árstíðabundinna hækkana á flugfargjöldum, hjólbörðum og ýmsu öðru.

Hækkandi fataverð mun einnig telja til hækkandi vísitölu, en spáð er að eldsneytisverð muni standa í stað. Lækkandi raunvextir á íbúðalánum munu svo vinna gegn hækkun á viðhaldskostnaði og greiddri húsaleigu og halda húsnæðislið vísitölunnar óbreyttum.

Greiningadeildin gerir ráð fyrir 0,8% hækkun á síðast ársfjórðungi, en það mun halda 12 mánaða verðbólgu nokkuð óbreyttri næstu mánuði. Um mitt næsta ár gerir bankinn ráð fyrir að verðbólgan nái niður í 3,1%, en þá detta út nokkrir hækkunarmánuðir frá því á fyrrihluta ársins 2012. Langtímaspá gerir svo ráð fyrir að verðbólgan haldist um og undir 4%, en tekið er fram að breytingar á gengi krónunnar geti haft töluverð ófyrirsjáanleg áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK