Helmings fjölgun á átján mánuðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Ásdís Ásgeirsdóttir

Skráðum hlutafélögum í Kauphöllinni mun fjölga um helming á næstu átján mánuðum að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Gerir hún ráð fyrir að Reitir, TM, N1 og Advania muni öll huga að skráningu á næsta ári, þótt enn sé óvissa um undirbúninginn. Önnur félög sem nefnd eru, en greiningardeildin telur ólíklegt að fari fram á næstu misserum eru meðal annars Vís, Sjóvá, Skeljungur, Promens og Marorka. Til viðbótar við þetta mun Eimskip vera skráð um næstu mánaðarmót og því ljóst að félögum í Kauphöllinni mun fjölga töluvert, en í dag eru aðeins 9 félög skráð þar, þar af þrjú frá Færeyjum.

Í morgunpunktum greiningardeildarinnar er bent á að markaðsvirði þeirra 6 íslensku félaga sem nú eru skráð á aðallista Kauphallarinnar er í kringum 273 milljarða, eða um 16% af áætlaðri vergri landsframleiðslu þessa árs og er þetta hlutfall afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi er meðaltal OECD ríkjanna 72% af vergri landsframleiðslu og á evrusvæðinu er hlutfallið 42%. Til að ná um 50-70% stærð hérlendis þyrfti markaðsvirði skráðra hlutabréfa hérlendis að aukast um 500 milljarða og fara í rúmlega 850 milljarða að því er greiningardeildin segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK