Flugfreyjur og flugþjónar misstu vinnuna

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Ómar Óskarsson

Allir flugþjónar og flugfreyjur sem störfuðu hjá Iceland Express hafa misst vinnuna og verða ekki endurráðnir beint aftur til WOW air eftir yfirtöku þess síðarnefnda á rekstri Iceland Express.

Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, hefur hluti starfsmanna af skrifstofu Iceland Express verið ráðinn yfir til WOW air og auk þess verður starfsfólki fjölgað nokkuð næsta sumar þegar flugfélagið mun hafa fjórar flugvélar til umráða. Segir hún að flugfreyjur - og þjónar verði ráðnir og hvetur alla til að sækja um þær stöður.

Í morgun var sagt frá því í Fréttablaðinu að nýtt búlgarskt flugrekstrarfélag yrði kynnt til sögunnar í dag og samningum við Avion Express, flugrekstraraðila WOW, sagt upp. Svanhvít þvertekur fyrir þetta og staðfesti í samtali við mbl.is að Avion Express yrði áfram flugrekstraraðili WOW air. Í vetur mun félagið nota tvær Airbus-flugvélar í áætlunarflug sitt, en næsta sumar er ráðgert að þeim verði fjölgað í fjórar.

Efnisorð: WOW air
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK