Gera athugasemdir við „falskt öryggi“

Fyrirtækið Auðkenni sem gefur út auðkennislykla og rafræn skilríki hérlendis …
Fyrirtækið Auðkenni sem gefur út auðkennislykla og rafræn skilríki hérlendis gagnrýnir fullyrðingar um að lyklarnir veiti falskt öryggi. Árni Sæberg

Stjórn fyrirtækisins Auðkennis hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við þær fullyrðingar sem fram komu í frétt mbl.is í gær undir yfirskriftinni „Auðkennislykill veitir falskt öryggi“. Auðkenni vill árétta eftirfarandi atriði:

  • Auðkennislyklar og rafræn skilríki eru almennt talin öruggustu auðkenningarleiðirnar við innskráningu í netbanka sem þekkjast í dag.
  • Fullyrðing um að í þeim felist falskt öryggi er einungis til þess fallin að skapa óþarfa ótta og áhyggjur hjá notendum.
  • Flestir norrænir bankar nýta rafræn skilríki og auðkennislykla í netbönkum sínum.
  • Þær aðgerðir sem framkvæmdar eru eftir auðkenningu geta verið mis-afdrifaríkar og því beita aðilar fleiri vörnum eftir auðkenningu. Með flóknari aðferðum brotamanna er nauðsynlegt að auka öryggi í rafrænum samskiptum og því eru útfærslur öryggislausna í sífelldri endurskoðun.

Þá segir jafnframt að bankar og sparisjóðir hafi undanfarinn áratug átt farsælt samstarf um öryggi netbanka. Með verkefni um rafræn skilríki var samstarf aðila aukið enn frekar með aðkomu hins opinbera. Samstarf aðila er nauðsynlegt til þess að stuðla að enn öruggara umhverfi á Íslandi.

Í dag hefur rafrænum skilríkjum verið dreift til 170.000 einstaklinga en þau þarf að virkja
sérstaklega í viðskiptabanka. Segir Auðkenni kosti rafrænna skilríkja ekki aðeins felast í bættu öryggi heldur auki þau þægindi fólks í samskiptum með einu auðkenni í stað fjölda notendanafna og lykilorða. 

Í samtali mbl.is við Haraldi Bjarnason, forstjóra Auðkennis, segist hann ekki telja að misbrestur hafi orðið með auðkennislykla hérlendis eða að einhver hafi náð að brjóta talnarunu lyklanna. Þeir séu því enn örugg lausn hérlendis ásamt rafrænum skilríkjum. Segir hann að ekki eigi að skapa óþarfa ótta um svona öryggismál. Aðspurður um það hvort auðkennislyklar einir og sér séu framtíðarlausn segir Haraldur að það sé alltaf breyting og þróun á þessum markaði og að það verði að koma í ljós hvað framtíðin beri með sér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK