Segja spá Seðlabankans ótrúverðuga

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans er ótrúverðug og ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í 2,5% á þriðja ársfjórðungi ársins 2014. Greiningardeild Íslandsbanka segir raunhæfara að verðbólgan verði um 4% og bendir á að markaðsaðilar virðist einnig vera vantrúaðir á spá Seðlabankans.

Samkvæmt niðurstöðum spurningakönnunar sem Seðlabankinn birti í gær vænta markaðsaðilar að meðaltali þess að verðbólgan verði 4,6% eftir tvö ár. Þá má geta þess að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði sem metið er út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa nú um 4,1% til fimm ára.

Seðlabankinn segir einnig að grunnspá hans bendi til þess að núverandi nafnvextir bankans nægi til þess að markmiðið náist og að þannig sé ekki þörf á að hækka vexti frekar. Þessu er greiningardeildin einnig ósammála og segist reikna með frekari hækkun stýrivaxta á næsta og þarnæsta ári. Spáir hún því að stýrivextir bankans verði 6,4% að meðaltali á næsta ári og 6,7% árið 2014 en þeir eru nú 6,0%. Markaðsaðilar virðast sammála greiningardeildinni, en þeir telja að stýrivextir verði komnir í 6,3% eftir ár og 6,4% eftir tvö ár samkvæmt ofangreindri könnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK