Verðbólgan 4,5%

Verð á dagvöru hækkaði í nóvember
Verð á dagvöru hækkaði í nóvember mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% í nóvember frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,37% frá október. Er það við hærri mörk sem greiningardeildir höfðu spáð.

Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 2,9% (vísitöluáhrif -0,17%) en verð á dagvörum hækkaði um 0,8% (0,13%) og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 8,3% (0,13).

Innlegndar vörur og grænmeti hafa hækkað um 6,6%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,5% og vísitalan án húsnæðis um 5,2%. Hefur verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili ekki verið jafn mikil síðan í júlí er hún mældist 4,6%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,6% verðbólgu á ári (7,5% verðbólgu á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis), segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Undanfarna tólf mánuði hafa búvörur og grænmeti hækkað um 7,1% í verði og innlendar vörur og grænmeti hafa hækkað um 6,6%. Innlendar vörur án búvöru hækkuðu um 6,2% síðasta árið en innfluttar vörur hafa hækkað um 3,6% síðstliðna tólf mánuði. Hækkun dagvöru á sama tímabili nemur 6,1%.

Verðbólgan nú er í samræmi við spár markaðsaðila en þeir reikna með að verðbólga á fjórða fjórðungi þessa árs verði 4,5% og 4,2% á fyrsta fjórðungi næsta árs, samkvæmt væntingakönnun Seðlabanka Íslands sem var birt þann 19. nóvember sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK