Fá ráðgjafastjórn frá Danmörku

Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri og Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins munu …
Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri og Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins munu funda með ráðgjafastjórninni. Cloud Engineering

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Cloud Engineering hefur verið valið af Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn til þátttöku í verkefni sem leiðir saman ný vaxtarfyrirtæki og MBA-nemendur. Næstu sex mánuðina munu fjórir MBA-nemar ásamt kennara við háskólann sitja í ráðgjafastjórn fyrirtækisins og leiðbeina stjórnendum við stefnumótun og framtíðasýn félagsins, ásamt undirbúningi fyrir vöxt og sókn þess á nýja markaði.

Cloud Engineering er umboðsaðili Salesforce-hugbúnaðarins á Íslandi og vinnur nú að þróun á hugbúnaðinum Datatracker sem nýlega var boðið til samninga vegna úthlutunar verkefnastyrks frá Tækniþróunarsjóði. Í haust var fyrirtækið einnig kosið „Best Enterprise Startup“ á Artic15 ráðstefnunni í Helsinki fyrir þann hugbúnað.

„Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn er mjög virtur háskóli og þarna koma framhaldsnemar alls staðar að úr heiminum, margir með víðtæka reynslu í atvinnurekstri sem nýtist okkur vel á meðan við erum að vaxa og sækja á nýja markaði,“ segir Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri og einn af stofnendum Cloud Engineering. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK