Raungengi krónunnar lækkar áfram

Raungengi krónunnar hefur lækkað um 7% frá því í ágúst.
Raungengi krónunnar hefur lækkað um 7% frá því í ágúst. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í nóvember lækkaði raungengi íslensku krónunnar um 1,3% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem þróunin á raungengi krónunnar er í þessa átt og hefur það lækkað um 7,0% frá því í ágúst. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Segir þar að líkt og síðustu tvo mánuði megi rekja þessa lækkun á raungengi krónunnar að öllu leyti til lækkunar á nafngengi krónunnar sem lækkaði um 1,6% milli október og nóvember miðað við vísitölu meðalgengis. Á móti var hækkun verðlags talsvert meiri hér á landi en í okkar helstu viðskiptalöndum í nóvember, enda var breytingin á nafngengi nokkuð meiri en breytingin á raungenginu. 

Greiningardeildin spáir áframhaldandi lækkun raungengis, en það stendur nú í 74,5 stigum sem er 22% undir meðaltali áranna 1980-2011. „Talsverðar líkur eru á að raungengi muni lækka enn frekar fram að næsta sumri, og að sagan verði svipuð og verið hefur, þ.e. að lækkunin stafi af nafngengislækkun krónu.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK