Lítill áhugi á utanlandsferðum

Áhugi landsmanna á utanlandsferðum hefur ekki verið jafn lítill síðan …
Áhugi landsmanna á utanlandsferðum hefur ekki verið jafn lítill síðan árið 2009. Brynjar Gauti

Áhugi landsmanna á utanlandsferðum hefur dregist mikið saman frá því í september, en í þeim flokki væntingarvísitölu Capacent Gallup hefur orðið samdráttur um 23,2 stig á þremur mánuðum. Sú vísitala er nú komin niður í 120 stig og hefur ekki verið svo lág síðan árið 2009. 30% aðspurðra segja nú að það sé mjög líklegt að þeir ferðist til útlanda á næstu 12 mánuðum en í september svöruðu 41% sömu spurningu játandi. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Segir þar að ekki þurfi að koma á óvart að áhugi á utanlandsferðum gefi eftir þegar gengi krónunnar er jafn veikt og nú og kaupmáttur í útlöndum því lítill. Þó er lækkun þessarar vísitölu mun snarpari nú en raunin var yfir vetrarmánuðina undanfarin tvö ár. Samkvæmt vísbendingum um einkaneyslu þá virðist hagur heimilanna nú vera að þrengjast á nýjan leik og samhliða því virðast færri ætla að leyfa sér þann munað að ferðast til útlanda á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK