Ísland dregst aftur úr í lífskjörum

Lífskjör Íslendinga, í samanburði við aðrar þjóðir evrópska efnahagssvæðisins, hafa …
Lífskjör Íslendinga, í samanburði við aðrar þjóðir evrópska efnahagssvæðisins, hafa dregist umtalsvert aftur úr á síðustu árum. mynd/Hermann H. Hermannsson

Landsframleiðsla á mann, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 11% yfir meðaltali Evrópusambandslandanna hér á landi á síðastliðnu ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í síðustu viku. Er þessi mælikvarði oft notaður á velferð og virðist hún vera nokkuð viðunandi á Íslandi í þessum samanburði þrátt fyrir allt sem hér hefur gengið á í efnahagsmálum á undanförnum árum. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Ísland er með elleftu hæstu landsframleiðslu á mann á lista Eurostat yfir ríki innan evrópska efnahagssvæðisins, en alls telur svæðið rúmlega 30 lönd. Þrátt fyrir að staðan hérlendis sé yfir meðaltali Evrópusambandsins hefur hún versnað umtalsvert á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Þannig var Ísland 32% yfir meðaltalinu fyrir 10 árum. Í samkeppni þjóðanna um að bjóða sem best lífskjör hefur Ísland því dregist umtalsvert aftur úr á síðustu árum.

Noregur kemur best út

Það kemur ekki mikið á óvart að Noregur skuli koma best út úr þessum samanburði, en þannig hefur það lengi verið. Var landsframleiðsla á mann í Noregi, leiðrétt fyrir kaupmætti, 89% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna á síðastliðnu ári og 68% yfir því sem hún var hér á landi. Segir greiningardeildin að þessi góða staða Noregs sé meðal annars ástæða þess af hverju jafn margir Íslendingar hafa flust til Noregs á undanförnum árum og raun ber vitni.

Austur-Evrópuríkin eru neðst í þessum samanburði. Þannig var landsframleiðsla á mann rétt um helmingur ESB-meðaltalsins í Búlgaríu, Rúmeníu, Lettlandi og Litháen. Þessi lönd hafa þó öll dregið á ESB-ríkin í heild á síðustu árum. Þannig var landsframleiðsla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti 46% af meðaltali ESB ríkjanna núna 2011 en var 30% árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK