Björgólfur hlaut Viðskiptaverðlaunin

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2012, að því er fram kemur í áramótatímariti blaðsins. Sagt er Icelandair Group sé ákveðin táknmynd um endurreisn íslenskra fyrirtækja eftir hrun og að nýleg viljayfirlýsing um kaup á tólf Boeing flugvélum styrki félagið til lengri tíma.

Í tímaritinu ræðir hann um áhrif kaupanna á rekstur félagsins, launakjör stjórnenda, samkeppnina á flugmarkaði og símtalið sem hann fékk með atvinnutilboðinu þegar hann var á svartfuglsveiðum austur á fjörðum. Björgólfur var einnig valinn viðskiptamaður ársins hjá Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK