Mjög hátt hlutfall innlána hérlendis

Fjármunir munu í auknum mæli leita á hlutabréfamarkaðinn á þessu …
Fjármunir munu í auknum mæli leita á hlutabréfamarkaðinn á þessu ári að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Brynjar Gauti

Hlutfall innlána á bankareikningum er mjög hátt hérlendis samanborið við meðaltal OECD-ríkjanna. Líklegt er að einhver hluti þessa fjármagns leiti á hlutabréfamarkaðinn á næstunni. Við það bætist að íslensku lífeyrissjóðirnir eru enn með frekar lágt hlutfall af fjárfestingum sínum bundið í hlutabréfum.

Í ljósi vænts vaxtar á fjárfestingaþörf innlendra lífeyrissjóða á næstunni og að fjárfestingastefna flestra sjóðanna býður upp á aukin hlutabréfakaup má ætla að töluverð eftirspurn verði áfram eftir bréfum skráðra félaga. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Segir þar að hlutfall innlána af landsframleiðslu sé yfir 91% hér á landi, um 1.567 milljarðar, samanborið við um 65% í öðrum OECD-löndum. Stór hluti ástæðunnar er um 144 milljarða innistæða erlendra aðila sem hér eru með peninga á reikningum vegna fjármagnshaftanna. Segir í greiningunni að þessir fjármunir muni væntanlega leita á hlutabréfamarkaðinn á þessu ári.

Lífeyrissjóðirnir bættu töluverðu við hlutabréfasafn sitt á síðasta ári. Á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs jókst eign þeirra í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum um 70 milljarða og fór úr því að vera 5,5% af heildareignum í tæp 8%. Greiningardeild bankans segir að vegna alls þessa sé „mjög líklegt að talsvert fjármagn muni færast úr innlánum yfir í innlend hlutabréf á þessu ári“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK