Lægra atvinnuleysi vegna kerfisbreytinga

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysistölur lækki í janúar vegna …
Gert er ráð fyrir að atvinnuleysistölur lækki í janúar vegna kerfisbreytinga. AFP

Atvinnuleysi í janúar mun að öllum líkindum mælast nokkuð minna en í desember og verður væntanlega komið niður í 5,1% til 5,5%. Mun þetta gerast þrátt fyrir að hefðbundin árstíðaráhrif orsaki að jafnaði aukningu á þessum tíma. Ástæðuna má finna í kerfisbreytingum sem gerðar voru á atvinnuleysisbótum, en runnu nýlega út. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Um síðustu áramót rann út bráðabirgðaákvæði sem gerði atvinnuleitendum kleift að fá greiddar atvinnuleysistryggingar í allt að 4 ár, en hámarksbótaréttur er nú 3 ár. Samkvæmt Vinnumálastofnun leiddi þessi breyting af sér að um 1.300 til 1.400 atvinnuleitendur luku við bótarétt sinn um síðustu áramót. Þessi fjöldi mun því vega upp á móti hefðbundinni árstíðarsveiflu í þróuninni á skráðu atvinnuleysi á milli desember og janúar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK