GreenQloud eitt af framsæknustu félögunum

Tryggvi Lárusson kynnir GreenQloud á CODE_n sviðinu á CeBIT.
Tryggvi Lárusson kynnir GreenQloud á CODE_n sviðinu á CeBIT.

Íslenska fyrirtækið GreenQloud var í ár tilnefnt sem eitt af 50 framsæknustu frumkvöðlafyrirtækjum heims á sviði upplýsingatækni og umhverfismála. Verðlaunin nefnast CODE_n og eru haldin í tengslum við eina stærstu upplýsingatækniráðstefnu heims, CeBIT, sem haldin hefur verið árlega síðan 1986 í Hanover í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GreenQloud.

Segir þar að  CODE_n verðlaunin 2013 séu veitt fyrir frumkvöðlafyrirtæki sem eru með snjallar lausnir á vandamálum sem snúa að orkunotkun og upplýsingatækni. Kolefnislosun upplýsingatækniiðnaðarins um allan heim er orðin meiri en hjá flugiðnaðinum og miðað við vöxt upplýsingatæknigeirans þá stefnir í tvöföldun fyrir árið 2020.

350 fyrirtæki víðsvegar að úr heiminum voru tilnefnd en 50 voru valin úr til að keppa til úrslita og kynna lausnir sínar á CeBIT. GreenQloud var þar á meðal. Sprotafyrirtækin sem voru tilnefnd hlutu mikla athygli og fengu meðal annars heimsókn frá kanslara Þýskalands, Angelu Merkel sem var mjög áhugasöm um fyrirtækin á CODE_n.

Angela Merkel kanslari Þýskalands heimsótti CODE_n sýningarsvæðið á CeBIT sýningunni.
Angela Merkel kanslari Þýskalands heimsótti CODE_n sýningarsvæðið á CeBIT sýningunni.
Efnisorð: upplýsingatækni
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK