Fagfjárfestar ekki haft áhrif á leiguverð

Dýrasta leiguhúsnæðið er að finna í miðbænum. Hækkun þar á …
Dýrasta leiguhúsnæðið er að finna í miðbænum. Hækkun þar á þessu ári hefur þó ekki verið umfram hækkanir til dæmis í Austurbænum og Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Umræða um leigufélög er á villigötum, en mikið hefur verið rætt um neikvæð áhrif innkomu fagfjárfesta á fasteignamarkaðinn í kjölfar frétta um að fagfjárfestarsjóður (Gamma Centrum) á vegum rekstrarfélagins Gamma hafi keypt rúmlega 100 íbúðir í miðborginni og nálægum svæðum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans, en þar segir að engin merki séu um óeðlilega þróun í miðborginni, en leiguverð hefur meðal annars hækkað jafn mikið eða meira í austurbænum og Kópavogi.

Segir hagfræðideildin að þegar litið sé til raunverulegs leigukostnaðar komi þó í ljós að leiga sé töluvert hærri í miðborginni en annars staðar. „Þetta kemur ekki á óvart miðað við fjölda skóla og aðra þjónustu þar sem fólk vill búa í nánd við. Sé litið á 2ja herbergja íbúðir var leiguverð í miðbænum tæplega 2.000 krónur á fermetra á fyrstu tveim mánuðum þessa árs. Leiguverð í austurborginni var að jafnaði 6% lægra frá árinu 2011 en í miðborginni og verð í Kópavogi að jafnaði um 10% lægra.“

Samkvæmt samantekt í Hagsjánni kemur leiguverð í Sjálandi í Garðabæ næst á eftir miðbænum, en þar á eftir koma Melar, Hagar og Seltjarnarnesið.

Leiguverð í miðbænum er enn dýrast, en Vesturbærinn, Seltjarnarnesið og …
Leiguverð í miðbænum er enn dýrast, en Vesturbærinn, Seltjarnarnesið og Garðabærinn koma þar stutt á eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK