„Ekki er allt gull sem glóir“

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ekki er allt gull sem glóir,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og rekstrarhagfræðingur, á Facebook-síðu sinni vegna þeirrar skoðunar Sveins Valfells, verkfræðings, að Íslendingar ættu að taka upp rafrænu myntina Bitcoin í stað krónunnar enda búi íslensk stjórnvöld að hans sögn ekki yfir nægilegri kunnáttu til að stjórna eigin gjaldmiðli.

„Bitcoin hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði svo varla er bitcoin uppskrift að langþráðum stöðugleika. Auk þess myndi allur myntsláttuhagnaður renna úr landi. Þá á ég ekki bara við myntsláttuhagnað Seðlabankans sem nemur kannski milljarði árlega, heldur myntsláttuhagnað bankana af útgáfu rafkrónu sem nemur tugum milljarða árlega,“ segir Frosti og bætir við:

„Hitt er rétt að krónunni hefur ekki verið stýrt vel hingað til. Því þarf að breyta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK