8,5 milljarða evra afgangur

Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands. AFP

Myndarlegur afgangur varð af rekstri þýska ríkisins á fyrri helmingi þessa árs samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Þýskalands sem birtar voru í dag.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að afgangurinn nemi 8,5 milljörðum evra en sterkur efnahagsbati hafi átt sér stað í þýsku efnahagslífi undanfarið í kjölfar nokkurra mánaða stöðnunar þar á undan.

Þá jókst hagvöxtur í Þýskalandi um 0,7% á öðrum ársfjórðungi 2013.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK