Þriðjungur með samgöngusamning

FME er til húsa í Höfðatorgi.
FME er til húsa í Höfðatorgi. mbl.is/Golli

Í lok aprílmánaðar var 41 starfsmaður Fjármálaeftirlitsins (FME), eða um þriðjungur starfsmanna, búinn að skrifa undir samgöngusamning. Samningurinn felur það í sér að starfsmennirnir skuldbunda sig til að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti í að jafnaði 60% tilvika.

Í ársskýrslu FME, sem kom út í vikunni, segir að strax fyrsta sólarhringinn hefðu tæplega tuttugu starfsmenn skrifað undir samninginn.

Fjármálaeftirlitið innleiddi samgöngustefnu í júnímánuði árið 2013 með það að markmiði að sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að því að starfsmenn notuðu vistvænan og hagkvæman ferðamáta í ferðum sínum til og frá vinnu og á fundi utan vinnustaðarins.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir